Gardur

 

Gardur is a village of 1500 inhabitants situated by the shore on the Reykjanes peninsula, close to Keflavik Airport. The village Gardur, meaning wall in Icelandic, was named after one of the many earth walls erected to protect the fields from the cattle as early as in the Viking times. Some of these walls are still clearly defined. According to old legends the biggest one reached the shoulder height of an average man, and two men could ride side by side on top of it. 

Nowadays Gardur is known for its two lighthouses. The older one, used until recent times, is now a centre for the studying of the thousands of migrating birds arriving from Greenland and North America to breed. The other lighthouse houses the Folk Museum. Gardur also has a Local History Museum, a music school, a golf course, a swimming pool and camping grounds. It lies 25 km from the Blue lagoon and 45 km from Reykjavík.

Garður nær frá Rafnkelsstaðabergi að innanverðu og út á Skagatá þar sem gamli vitinn stendur. Í daglegu tali er honum skipt í Inn- og Út-Garð en milli þeirra er Gerðahverfið. Þar er allstór þéttbýliskjarni er tók að myndast skömmu eftir síðustu aldamót. Áður fyrr tilheyrði Garður Rosmhvalaneshreppi sem náði yfir allan ytri hluta Reykjanesskaga en 15. júní árið 1908 var Gerðahreppur stofnaður og Garðbúar fagna því hundrað ára afmælibyggðarlagsins árið 2008.

Elstu heimildir um Garðinn eða Reykjanes er að finna í Landnámu þar sem sagt er frá því að Ingólfur Arnarson hafi viljað gefa Steinunni frænku sinni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun. Steinunn vildi ekki þiggja gjöfina og bauð Ingólfi því kápu eða heklu flekkótta í skiptum fyrir landið. Í Landnámu er einnig sagt frá því að Steinunn gamla hafi lofað Gufa Ketilssyni að ávallt skyldi vera vermannstöð frá Hólmi. Frásögn þessi er elsta heimild um útræði frá Suðurnesjum og mun það hafa verið frá Hólmi í Leiru, landi Garðs.