50 artists during 5 weeks creating artworks in Garður and expanding life in the area.

This is the ideal place to watch the northern lights.
Ferskir Vindar í Garði – Alþjóðleg Listahátíð 50 listamenn í 5 vikur skapa listaverk í Garði og auðga lífið í bænum.
Landslagið umhverfis sjávarþorpi á Garði, úr hraunum og haga, er opin vindum frá Atlantshafi, frá
norðri, suðri og vestri. Þetta er tilvalinn staður til að horfa á norðurljósin.
Ferskir Vindar í Garði er einstakur viðburður sinnar tegundar, fjölda listafólks úr öllum listgreinum og af mörgum þjóðernum er boðið að koma til Íslands, í Garð, til að kynnast landi og þjóð, verða fyrir áhrifum náttúrunnar og samfélagsins og skilja eftir sig spor í formi sköpunar. Á þeim fimm vikum sem listafólkið dvelur og vinnur í Garði, mun það miðla til samfélagsins þekkingu og fagmennsku í listum á fjölbreytilegan hátt, í mismunandi efnistökum og listgreinum. Þá verða ýmsar uppákomur: kynning á listafólkinu og verkum þeirra, tónlistar- og kvikmyndaviðburðir, gjörningar, málþing o.m.fl. Viðburðirnir eru opnir almenningi og eru allir ávallt velkomnir.
Markmið listaveislunnar er að skapa umhverfi gert úr nýstárlegum listaverkum og að mynda tengslanet milli innlendra og erlendra listamanna. Einnig að auðga andann með því að deila og læra hvert af öðru, vera saman, vinna saman, sýna afraksturinn saman og síðast en ekki síst að vera í nánum tengslum við íbúa bæjarfélagsins. Það getur verið gegnum beina samvinnu eða aðstoð við listsköpun, fyrirlestra, kennslu og aðrar uppákomur sem tengjast beint inn í skólastarfið sem og annars konar samstarf. Listahátíðin dreifir ávöxtum sínum til samfélagsins alls og vonandi njóta hennar sem flestir.
Afrakstur þessara fimm vikna vinnustofa og málþings verður áþreifanlegur í formi sýninga, listaverka, innsetninga og tónleika, innanhúss sem utan í Garði. Opnunar hátíð verður 09. janúar 2016.
Verkefnið er að mestu stutt af gestgjafanum, Sveitafélaginu Garði, en einnig af opinberum aðilum svo sem Menntamálaráðuneyti Íslands auk margra einstakra styrktaraðila.
Supports

Ferskir Vindar í Garði – Alþjóðleg Listahátíð 50 listamenn í 5 vikur skapa listaverk í Garði og auðga lífið í bænum.
Landslagið umhverfis sjávarþorpi á Garði, úr hraunum og haga, er opin vindum frá Atlantshafi, frá
Supports
Supports









